Innlent

Umferðartafir á móts við IKEA

Búast má við töfum á Reykjanesbraut næstu daga. Myndin er frá malbikunarframkvæmdum í Reykjavík.
Búast má við töfum á Reykjanesbraut næstu daga. Myndin er frá malbikunarframkvæmdum í Reykjavík.

Miklar umferðatafir hafa myndast nú í morgun á Reykjanesbraut á móts við IKEA vegna malbikunarframkvæmda. Búast má við töfum af þeim sökum næstu daga. Vegfarendur sem eru á leið austur Reykjanesbrautina frá Kaplakrika verða helst varir við þetta. Ökumenn sem þurfa að komast milli Hafnarfjarðar og Kópavogs eða Reykjavíkur eru hvattir til að fara Hafnarfjarðarveginn.

Unnið verður við malbiksyfirlagnir á kaflanum frá Urriðaholti í Garðabæ að Smáralind næstu daga. Af þeim sökum verður umferð færð á vestari akbraut Reykjanesbrautar og tvístefna sett á veginn.

Í dag verður umferð færð yfir á vestari akbrautina norðan við Urriðaholtsbrú (IKEA) og tvístefnu komið á. Umferð verður hleypt inná eystri akbrautina á móts við Hnoðraholt. Gatnamót Reykjanesbrautar og Vífilsstaða verða lokuð fyrir umferð til austur yfir gatnamótin (að Vífilsstaðaspítala). Bent er á hjáleið um Karlabraut og Hnoðraholtsbraut.

Umferðarstofa biður vegfarendur að sýna fyllstu aðgát og huga vel að merkingum á svæðinu. Hámarkshraði á vinnusvæðinu er 50 km/klst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×