Erlent

OECD tekur Marshall-eyjar af svörtum lista

MYND/AFP

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur tekið Marshall-eyjar af lista yfir þau lönd sem þykja ósamvinnuþýð í tengslum við skattamál. Landið hefur lengi þótt vera eftirsóknarverð skattaparadís fyrir einstaklinga og fyrirtæki og þá er peningaþvætti nokkuð algengt þar.

Alls hafa 34 fjögur ríki svarið þess eið að koma skattareglum sínum í viðunandi horf til þess að koma í veg fyrir peningaþvætti og skattasvindl. Þrjú ríki eru þó enn á svarta lista OECD en það eru Andorra, Liechtenstein og Mónakó.

Í bréfi sem Brenson Wase, fjármálaráðherra Marshall-eyja, sendi OECD kemur fram að stjórnvöld vilji breyta ásjón landsins í fjármálaheiminum með því að auka gagnsæi í skattamálum og gera allt eftirlit auðveldara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×