Fótbolti

Beckham á erfitt verkefni fyrir höndum

NordicPhotos/GettyImages

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að David Beckham eigi erfitt verkefni fyrir höndum þegar hann hefur leik í MLS deildinni í Bandaríkjunum, en Beckham verður kynntur formlega sem nýr leikmaður LA Galaxy á morgun.

Pele spilaði sjálfur með New York Cosmos á áttunda áratug síðustu aldar. "Ég get sagt Beckham að hans bíður ekki auðvelt verkefni í Bandaríkjunum, því liðin þar eru sterk og spila mjög skipulagðan varnarleik. Hann verður því að vera í góðu formi og vel undirbúinn, því knattspyrnan í Bandaríkjunum er orðin mjög góð," sagði Pele, sem sjálfur skoraði 77 mörk í 92 landsleikjum fyrir Brasilíu á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×