Fótbolti

Legia rekið úr Evrópukeppninni

AFP

Pólska liðið Legia frá Varsjá var í dag rekið úr Intertoto keppninni í knattspyrnu eftir að stuðningsmenn liðsins gerðu allt vitlaust á leik liðsins í Vilinius í Litháen á dögunum. Liði Vetra var dæmdur 3-0 sigur í leiknum og fer það áfram í keppninni og mætir Blackburn í næstu umferð.

Dópmari leiksins um daginn þurfti að flauta af vegna óláta Pólverjanna og voru gríðarlega skemmdir unnar á vellinum í Vilinius. Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið þess á leit við pólska félagið að það setji sig tafarlaust í samband við Vetra og bjóðist til að bæta þann skaða sem varð á vellinum.

Legia var í dag vísað úr keppninni í ár og fær ekki að taka þátt í næstu Evrópukeppni sem liðið kann að vinna sér sæti í á næstu fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×