Innlent

Vatn komið á kerfið í Fossvogi um tíuleitið

Frá viðgerð lagnarinnar í morgun.
Frá viðgerð lagnarinnar í morgun.

Íbúar í Fossvogi og nálægum hverfum í Reykjavík hafa verið heitavatnslausir frá því um tíu leytið í morgun. Mikill leki kom að heitavatnslögn sem tengist dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Eyrarland í Fossvogi. Töluverðan tíma tók að finna uppruna bilunarinnar og tókst það ekki fyrr en upp úr klukkan fimm í dag. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að viðgerð sé nú hafin og vonast sé til að heitt vatn verði komið á kerfið á nýjan leik um klukkan tíu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×