Verkuðu sel á ísjaka þegar björgunarþyrlur komu Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 7. júlí 2007 11:56 Þrír Grænlendingar sem áhafnir á þyrlum Landhelgisgæslunnar bjöguðu austur af Grænlandi í gær, voru að gera að sel á ísjaka þegar björgunarmenn komu á staðinn. Leki kom að bát þeirra eftir að hann lokaðist inni í hafís fyrir nokkrum dögum. Einstakar myndir Landhelgisgæslunnar eru með þessari frétt. Þremenningarnir höfðu verið við selveiðar þegar leki kom að bátnum. Þeir voru búnir að draga sökkvandi bátinn upp á ísjaka og gerðu þar að selunum og voru búnir að flá þá þegar þyrlur Landhelgisgæslunnar komu að. Eins og þessar myndir Gæslunnar sýna höfðu mennirnir kveikt bál á ísjakanum til að vekja á sér athygli og skutu upp neyðarblysi þegar þyrlurnar nálguðust. Danska varðskipinu Hvítabirninum hafði ekki tekist að komast til mannanna þar sem þeir áttu í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum ísbreiðuna. Þyrla skipsins var einnig biluð svo kallað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Að sögn Sigurðar Ásgeirssonar þyrluflugmanns Gæslunnar búast mennirnir við því að báturinn sökkvi þegar jakinn bráðnar. Svo mikið rek sé á ísnum að ómögulegt sé að vita nákvæma staðsetningu hans og þess vegna erfitt að komast að honum. Björgun mannanna gekk vel og einungis liðu um tíu mínútur þar til mennirnir höfðu verið hífðir um borð í TF-LÍF. Þeir voru við ágæta heilsu og var flogið til Kulusuk þar sem áhafnir þyrlnanna hvíldu sig fyrir heimferðina í gær, en þeir lentu í Reykjavík á níunda tímanum í gærkvöldi. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þrír Grænlendingar sem áhafnir á þyrlum Landhelgisgæslunnar bjöguðu austur af Grænlandi í gær, voru að gera að sel á ísjaka þegar björgunarmenn komu á staðinn. Leki kom að bát þeirra eftir að hann lokaðist inni í hafís fyrir nokkrum dögum. Einstakar myndir Landhelgisgæslunnar eru með þessari frétt. Þremenningarnir höfðu verið við selveiðar þegar leki kom að bátnum. Þeir voru búnir að draga sökkvandi bátinn upp á ísjaka og gerðu þar að selunum og voru búnir að flá þá þegar þyrlur Landhelgisgæslunnar komu að. Eins og þessar myndir Gæslunnar sýna höfðu mennirnir kveikt bál á ísjakanum til að vekja á sér athygli og skutu upp neyðarblysi þegar þyrlurnar nálguðust. Danska varðskipinu Hvítabirninum hafði ekki tekist að komast til mannanna þar sem þeir áttu í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum ísbreiðuna. Þyrla skipsins var einnig biluð svo kallað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Að sögn Sigurðar Ásgeirssonar þyrluflugmanns Gæslunnar búast mennirnir við því að báturinn sökkvi þegar jakinn bráðnar. Svo mikið rek sé á ísnum að ómögulegt sé að vita nákvæma staðsetningu hans og þess vegna erfitt að komast að honum. Björgun mannanna gekk vel og einungis liðu um tíu mínútur þar til mennirnir höfðu verið hífðir um borð í TF-LÍF. Þeir voru við ágæta heilsu og var flogið til Kulusuk þar sem áhafnir þyrlnanna hvíldu sig fyrir heimferðina í gær, en þeir lentu í Reykjavík á níunda tímanum í gærkvöldi.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira