Innlent

Gjaldþrota kvótakerfi og auknar líkur á brotkasti

Kvótakerfið er gjaldþrota og ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skertan þorskkvóta kallar á aukið brottkast. Þetta segja þingmenn stjórnarandstöðunnar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis.

Stjórnarandstaðan telur of langt gengið í skerðingu aflaheimilda sumir þingmanna ganga svo langt að segja kvótakerfið gjaldþrota.

Ýsukvótinn næsta fiskveiðiárið er 100.000 tonn eða aðeins þrjátíu þúsund tonnum minni en þorskkvótinn. Þingmaður Vinstri-grænna telur að það geti aukið brottkast þar sem þorskurinn veiðist með ýsunni.

Sjávarútvegsráðherra tilkynnti í morgun að stofnuð yrði nefnd fulltrúa allra þingflokkanna sem fara á yfir reynsluna af aflamarkskerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×