Innlent

Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu

Maðurinn var stöðvaður við Laxá í Kjós.
Maðurinn var stöðvaður við Laxá í Kjós. Mynd/ Visir.is

Borgarneslögreglan veitti ökumanni eftirför um Hvalfjörð á sjötta tímanum í kvöld. Maðurinn var mældur á 116 á 90 kafla í Hafnarskógi. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að keyra á lögreglubifreið og í veg fyrir hana. Að sögn Borgarneslögreglunnar keyrði maðurinn inn í Hvalfjörðin og keyrði þá á 150 kílómetra hraða á einum kafla. Lögreglubílar frá Akranesi og Reykjavík óku á móti manninum og lokuðu veginum á brúnni við Laxá í Kjós, þar sem maðurinn var stöðvaður.

Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast í eftirförinni. Lögreglan þurfti að brjóta rúðu í bifreið ökumannsins til að ná honum út úr bílnum. Ökumaðurinn er ekki grunaður um ölvunarakstur eða lyfjaakstur. Skýringin sem maðurinn gaf á því að hafa ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu var sú að hann hefði verið tekinn fyrir of hraðann akstur fyrir nokkrum dögum og vildi ekki að það endurtæki sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×