Innlent

Fyrsta björgunarferð TF Gná

TF Rán og TF Líf, þyrlur Landhelgisgæslunnar, á flugi.
TF Rán og TF Líf, þyrlur Landhelgisgæslunnar, á flugi. MYND/VG

TF Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í sína fyrstu björgunarferð í morgun er hún aðstoðaði mann um borð í brennandi lúxussnekkju á Viðeyjarsundi. Þyrlan kom til landsins í byrjun síðasta mánaðar en hún er sömu tegundar og björgunarþyrlan Líf.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni tókst fyrsta björgunarferð þyrlunnar mjög vel en áhöfn þyrlunnar þurfti meðal annars að hífa manninn úr bátnum til að hann yrði ekki eldsvoðanum að bráð. Hann komst heill á húfi til lands.

TF Gná er af gerðinni Aeorspatiale Super Puma AS-332L1 og er leigð frá Norsk Helikopter í Stafangri. Hún er frá árinu 2002 og því fimm árum yngri en systir hennar Líf.

Áhöfn þyrlunnar er íslensk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×