Innlent

Kapphlaup um kaup á Hitaveitu Suðurnesja

Kapphlaup er hafið um kaup á Hitaveitu Suðurnesja. Hafnarfjörður og Reykjanesbær hyggjast að nýta sér forkaupsrétt á fimmtán prósenta hlut ríkisins í Hitaveitunni. Vegna ákvörðunar sveitarfélaganna tveggja virðist ekki ætla að verða að kaupum Geysis Green Energy á hlut sjö sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Það má segja að það sé hart barist um kaup á Hitaveitu Suðurnesja. Nú hafa Hafnarfjörður og Reykjanesbær ákveðið að nýta sér forkaupsrétt á fimmtán prósenta hlut ríkisins í Hitaveitunni. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður Hitaveitunnar segir í samtali við Stöð 2 að líklegt sé að sveitarfélögin tvö kaupi rúmlega 28 % hlut sjö annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Í gær var greint frá því að sveitarfélögin sjö hefðu selt hlut sinn til Geysis Green Energy og var kaupvirðið 15 milljarðar króna. Kaupin hefðu gengið í gegn ef Hafnarfjörður og Reykjanesbær hefðu ekki nýtt sér forkaupsréttinn. Árni segir að ákvörðun HAfnarfjarðarbæjar um nýtingu forkaupsréttarins hafi áhrif á að Reykjanesbær geri það einnig. Reykjanesbær sé að tryggja sér stöðu til að hafa áhrif á framvindu mála í Hitaveitunni. Hefði Hafnarfjörður ekki nýtt sér forkaupsréttinn hefði Reykjanesbær ekki gert það heldur og þar með hefði fimmtán prósenta eignarhlutur ríkisins gengið til Geysis Green Energy. Endanleg ákvörðun um nýtingu á forkaupsréttar á 15 % hlut ríkisins verður tekin á mánudaginn.



Gunnar Svavarsson Bæjarfulltrúi í HAfnarfirði segir Hitaveituna vera álitlegan fjárfestingakost. Hann segir Geysir Green Energy hafa gert Hafnarfjarðarbæ tilboð sem bærinn ákvað að hafna. Heimildir fregna að Hafnarfjarðarbær hefði viljað fá Orkuveitu Reykjavíkur inn í Hitaveituna frekar en Geysir Green Energy. Gunnar segir að Hafnarfjarðarbær hafi verið í góðu samstarfi við Orkuveituna. Hún selji bænum heitt vatn og stefnt sé að samstarfi á ýmsum öðrum sviðum.



Ef af þessum kaupum verður eignast Hafnarfjarðarbær 28 % í Hitaveitunni og Reykjanesbær um 72 %. Ásgeir Margeirsson forstjóri Geysis Green Energy segir menn vera skoða málin eftir að Hafnarfjarðarbær greindi frá ákvörðun sinni. Hann segir spurningar vakna um hvort markmið ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu orkfyrirtækja nái fram að ganga þegar sveitarfélög sem stýrt sé af stjórnmálaflokkum kaupi þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×