Innlent

Á 140 kílómetra hraða undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Eskifirði stöðvaði ökumann undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglan á Eskifirði stöðvaði ökumann undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglan á Eskifirði stöðvaði í gær ökumann sem keyrði á ríflega 140 kílómetra hraða í Álftafirði. Um þremur tímum seinna var sama bifreið stöðvuð í Neskaupstað við umferðareftirlit. Vaknaði þá grunur hjá lögreglumönnum um að ökumaður væri undir áhrifum fíkniefna Fíkniefnahundurinn Kiza var á vettvangi og fann hún lítilræði af hassi og kókaíni. Fíkniefnapróf sem tekið var af ökumanninum reyndist jákvætt og má hann búast við kæru fyrir akstur undir áhrifum eiturlyfja.

 

Þennan sama dag stöðvaði lögreglan 17 ára ökumann í Norðfirði á 150 km. hraða. Sá má vænta hárrar fjársektar og sviptingu ökuleyfis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×