Innlent

Hjóluðu gegn stóriðju og mengun í miðbænum

Mótmælendur á Austurvelli
Mótmælendur á Austurvelli MYND/Frá mótmælendum

Um fimmtíu hjólreiðamenn úr hópnum Saving Iceland lokuðu umferðargötum í miðborg Reykjavíkur í dag til að mótmæla bílamengun og álversuppbyggingu á Íslandi. Ferð hópsins endaði fyrir utan Alþingishúsið þar sem spiluð var tónlist og fólki á staðnum boðið upp á ókeypis mat.

Fleiri uppákomur eru væntanlegar á næstunni og mun hópurinn standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um hnattrænar afleiðingar þungaiðnaðar. Umhverfissérfræðingar, félagsfræðingar og listamenn frá Íslandi og utan úr heimi munu sækja ráðstefnuna.

Hópurinn Saving Iceland samanstendur af fólki víðsvegar að úr heiminum og er tilgangur starfseminnar að bjarga ósnortnum náttúruperlum í Evrópu. Hópurinn hefur dvalið á hér á landi síðastliðin tvö sumur og þá bæði mótmælt við Kárahnjúka og álverið á Reyðarfirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×