Innlent

Dómum yfir Tryggva og Jóni Gerald áfrýjað

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, í dómssal í dag.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, í dómssal í dag. MYND/Stöð 2

Lögmenn þeirra Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, og Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, sögðu eftir að dómur var kveðinn upp í þeim liðum Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði til efnismeðferðar í héraðsdómi, að þeir myndu áfrýja dómum skjólstæðinga sinna.

Tryggvi var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og bætist sú refsing við níu mánaða skilorðsbundið fangelsi sem hann fékk í fyrri dómi héraðsdóms í málinu.

Jón Gerald fékk sömuleiðis þriggja mánaða dóm fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot með því að gefa út tilhæfulausan kreditreikning fyrir Baug. Dómarar höfðu í fyrri úrskurði vísað ákæru á hendur honum frá en Hæstiréttur úrskurðaði að dómnum bæri að úrskurða í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×