Tyrkir vilja samvinnu í orkumálum 27. júní 2007 11:45 MYND/Hrönn Ólafur Ragnar Grímsson, er nú staddur í Istanbúl Tyrklandi á ráðstefnu OECD um framfarir þjóða en þangað var honum boðið til að flytja erindi um loftlagsbreytingar og orkumál. Forsætisráðherra Tyrklands hefur óskað eftir fundi með forsetanum til þess að ræða samvinnu í orkumálum.Ráðstefnan í Istanbúl stendur fram á laugardag en en hana sækja um 900 sérfræðingar og áhrifamenn frá 120 löndum. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hafi sett ráðstefnuna í morgun en hann óskaði í framhaldinu eftir sérstökum fundi með forseta Íslands til að ræða möguleika á samvinnu við Íslendinga um nýtingu jarðhita, bæði á sviði rannsókna og framkvæmda. Tyrkland er meðal þeirra landa í veröldinni sem búa yfir miklum auðlindum á þessu sviði en þær hafa enn sem komið er lítt verið nýttar.Erdogan forsætisráðherra vísaði til þess mikla árangurs sem Íslendingar hafa náð á þessu sviði, tæknilegrar forystu og reynslu af verkefnum víða um heim. Hann lýsti yfir miklum áhuga á því að senda sendinefnd til Íslands að loknum þingkosningum í Tyrklandi til viðræðna við orkufyrirtæki, sérfræðistofnanir og fjármálafyrirtæki.Forseti Íslands átti einnig í gær fund með forseta Tyrklands Ahmed Necdet Sezer. Á þeim fundi kom fram ríkur áhugi forseta Tyrklands á að Tyrkir kynntu sér ítarlega árangur Íslendinga á sviði hreinnar orku, bæði á sviði vatnsafls og jarðhita. Nýting hreinnar orku gæti orðið grundvöllur nýrrar samvinnu milli landanna.Þá ræddu forsetarnir einnig um samstarfsverkefni í forvörnum gegn fíkniefnum, en Istanbul tekur ásamt 14 öðrum evrópskum borgum þátt í verkefninu Ungmenni í Evrópu: Gegn fíkniefnum. Forseti Íslands er verndari verkefnisins en það er byggt á reynslu Reykjavíkurborgar og rannsóknum félagsvísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.Á meðan á dvölinni í Istanbúl stendur mun forseti Íslands jafnframt eiga fund með Kadir Topbas, borgarstjóra Istanbúl, um verkefnið og baráttuna gegn fíkniefnum. Forseti Íslands átti einnig fund með Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu, en hann tók þátt í leiðtogafundi Svartahafsráðsins sem haldinn var í Istanbúl í vikunni. Forsetarnir ræddu um árangur af auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja í Búlgaríu. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, er nú staddur í Istanbúl Tyrklandi á ráðstefnu OECD um framfarir þjóða en þangað var honum boðið til að flytja erindi um loftlagsbreytingar og orkumál. Forsætisráðherra Tyrklands hefur óskað eftir fundi með forsetanum til þess að ræða samvinnu í orkumálum.Ráðstefnan í Istanbúl stendur fram á laugardag en en hana sækja um 900 sérfræðingar og áhrifamenn frá 120 löndum. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hafi sett ráðstefnuna í morgun en hann óskaði í framhaldinu eftir sérstökum fundi með forseta Íslands til að ræða möguleika á samvinnu við Íslendinga um nýtingu jarðhita, bæði á sviði rannsókna og framkvæmda. Tyrkland er meðal þeirra landa í veröldinni sem búa yfir miklum auðlindum á þessu sviði en þær hafa enn sem komið er lítt verið nýttar.Erdogan forsætisráðherra vísaði til þess mikla árangurs sem Íslendingar hafa náð á þessu sviði, tæknilegrar forystu og reynslu af verkefnum víða um heim. Hann lýsti yfir miklum áhuga á því að senda sendinefnd til Íslands að loknum þingkosningum í Tyrklandi til viðræðna við orkufyrirtæki, sérfræðistofnanir og fjármálafyrirtæki.Forseti Íslands átti einnig í gær fund með forseta Tyrklands Ahmed Necdet Sezer. Á þeim fundi kom fram ríkur áhugi forseta Tyrklands á að Tyrkir kynntu sér ítarlega árangur Íslendinga á sviði hreinnar orku, bæði á sviði vatnsafls og jarðhita. Nýting hreinnar orku gæti orðið grundvöllur nýrrar samvinnu milli landanna.Þá ræddu forsetarnir einnig um samstarfsverkefni í forvörnum gegn fíkniefnum, en Istanbul tekur ásamt 14 öðrum evrópskum borgum þátt í verkefninu Ungmenni í Evrópu: Gegn fíkniefnum. Forseti Íslands er verndari verkefnisins en það er byggt á reynslu Reykjavíkurborgar og rannsóknum félagsvísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.Á meðan á dvölinni í Istanbúl stendur mun forseti Íslands jafnframt eiga fund með Kadir Topbas, borgarstjóra Istanbúl, um verkefnið og baráttuna gegn fíkniefnum. Forseti Íslands átti einnig fund með Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu, en hann tók þátt í leiðtogafundi Svartahafsráðsins sem haldinn var í Istanbúl í vikunni. Forsetarnir ræddu um árangur af auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja í Búlgaríu.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira