Tyrkir vilja samvinnu í orkumálum 27. júní 2007 11:45 MYND/Hrönn Ólafur Ragnar Grímsson, er nú staddur í Istanbúl Tyrklandi á ráðstefnu OECD um framfarir þjóða en þangað var honum boðið til að flytja erindi um loftlagsbreytingar og orkumál. Forsætisráðherra Tyrklands hefur óskað eftir fundi með forsetanum til þess að ræða samvinnu í orkumálum.Ráðstefnan í Istanbúl stendur fram á laugardag en en hana sækja um 900 sérfræðingar og áhrifamenn frá 120 löndum. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hafi sett ráðstefnuna í morgun en hann óskaði í framhaldinu eftir sérstökum fundi með forseta Íslands til að ræða möguleika á samvinnu við Íslendinga um nýtingu jarðhita, bæði á sviði rannsókna og framkvæmda. Tyrkland er meðal þeirra landa í veröldinni sem búa yfir miklum auðlindum á þessu sviði en þær hafa enn sem komið er lítt verið nýttar.Erdogan forsætisráðherra vísaði til þess mikla árangurs sem Íslendingar hafa náð á þessu sviði, tæknilegrar forystu og reynslu af verkefnum víða um heim. Hann lýsti yfir miklum áhuga á því að senda sendinefnd til Íslands að loknum þingkosningum í Tyrklandi til viðræðna við orkufyrirtæki, sérfræðistofnanir og fjármálafyrirtæki.Forseti Íslands átti einnig í gær fund með forseta Tyrklands Ahmed Necdet Sezer. Á þeim fundi kom fram ríkur áhugi forseta Tyrklands á að Tyrkir kynntu sér ítarlega árangur Íslendinga á sviði hreinnar orku, bæði á sviði vatnsafls og jarðhita. Nýting hreinnar orku gæti orðið grundvöllur nýrrar samvinnu milli landanna.Þá ræddu forsetarnir einnig um samstarfsverkefni í forvörnum gegn fíkniefnum, en Istanbul tekur ásamt 14 öðrum evrópskum borgum þátt í verkefninu Ungmenni í Evrópu: Gegn fíkniefnum. Forseti Íslands er verndari verkefnisins en það er byggt á reynslu Reykjavíkurborgar og rannsóknum félagsvísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.Á meðan á dvölinni í Istanbúl stendur mun forseti Íslands jafnframt eiga fund með Kadir Topbas, borgarstjóra Istanbúl, um verkefnið og baráttuna gegn fíkniefnum. Forseti Íslands átti einnig fund með Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu, en hann tók þátt í leiðtogafundi Svartahafsráðsins sem haldinn var í Istanbúl í vikunni. Forsetarnir ræddu um árangur af auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja í Búlgaríu. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, er nú staddur í Istanbúl Tyrklandi á ráðstefnu OECD um framfarir þjóða en þangað var honum boðið til að flytja erindi um loftlagsbreytingar og orkumál. Forsætisráðherra Tyrklands hefur óskað eftir fundi með forsetanum til þess að ræða samvinnu í orkumálum.Ráðstefnan í Istanbúl stendur fram á laugardag en en hana sækja um 900 sérfræðingar og áhrifamenn frá 120 löndum. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hafi sett ráðstefnuna í morgun en hann óskaði í framhaldinu eftir sérstökum fundi með forseta Íslands til að ræða möguleika á samvinnu við Íslendinga um nýtingu jarðhita, bæði á sviði rannsókna og framkvæmda. Tyrkland er meðal þeirra landa í veröldinni sem búa yfir miklum auðlindum á þessu sviði en þær hafa enn sem komið er lítt verið nýttar.Erdogan forsætisráðherra vísaði til þess mikla árangurs sem Íslendingar hafa náð á þessu sviði, tæknilegrar forystu og reynslu af verkefnum víða um heim. Hann lýsti yfir miklum áhuga á því að senda sendinefnd til Íslands að loknum þingkosningum í Tyrklandi til viðræðna við orkufyrirtæki, sérfræðistofnanir og fjármálafyrirtæki.Forseti Íslands átti einnig í gær fund með forseta Tyrklands Ahmed Necdet Sezer. Á þeim fundi kom fram ríkur áhugi forseta Tyrklands á að Tyrkir kynntu sér ítarlega árangur Íslendinga á sviði hreinnar orku, bæði á sviði vatnsafls og jarðhita. Nýting hreinnar orku gæti orðið grundvöllur nýrrar samvinnu milli landanna.Þá ræddu forsetarnir einnig um samstarfsverkefni í forvörnum gegn fíkniefnum, en Istanbul tekur ásamt 14 öðrum evrópskum borgum þátt í verkefninu Ungmenni í Evrópu: Gegn fíkniefnum. Forseti Íslands er verndari verkefnisins en það er byggt á reynslu Reykjavíkurborgar og rannsóknum félagsvísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.Á meðan á dvölinni í Istanbúl stendur mun forseti Íslands jafnframt eiga fund með Kadir Topbas, borgarstjóra Istanbúl, um verkefnið og baráttuna gegn fíkniefnum. Forseti Íslands átti einnig fund með Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu, en hann tók þátt í leiðtogafundi Svartahafsráðsins sem haldinn var í Istanbúl í vikunni. Forsetarnir ræddu um árangur af auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja í Búlgaríu.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira