Guðlaugur Þór inn - Sturla út 23. maí 2007 12:25 Ein breyting varð á ráðherrahóp sjálfstæðismanna. Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra en Sturla Böðvarsson lætur af embætti samgönguráðherra og verður forseti Alþingis. Sturla kveðst fremur hafa kosið að vera áfram ráðherra. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti ríkisstjórnarþátttöku og stjórnarsáttmála með dynjandi lófataki á fjörutíu mínútna löngum fundi í Valhöll. Að honum loknum kom þingflokkur sjálfstæðismanna saman og samþykkti stjórnarsamstarfið sem og tillögu formanns flokksins um ráðherraskipan. Niðurstaðan var svo tilgreind opinberlega þegar á níunda tímanum. Athygli vakti að eftir yfirlýsingu sína í Valhöll gekk Geir af vettvangi og forðaðist að svara spurningum fréttamanna. Guðlaugur Þór Þórðarson er eini nýliðinn í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins en hann verður heilbrigðisráðherra. Hann segir að menn hafi rætt um og finnist skynsamlegt að nýta kosti einkareksturs á þessu sviði sem og öðrum. Menn séu þó ekkert að hvika frá þeirri grundvallarreglu að menn eigi að geta notið þjónustunnar óháð efnahag. Þótt engar yfirlýsingar hefðu verið gefnar um breytingar á ráðherraskipan á kjörtímabilinu er almennt búist við að Björn Bjarnason sitji ekki út kjörtímabilið. Björn segir það hugsanlegt en ekkert hafi verið tilkynnt um það í þessari andrá núna. Hann segir það koma í ljós hvað hann verði lengi. Hann geti einnig orðið önnur kjörtímabil, ef svo beri undir. Sturla Böðvarsson leyndi ekki vonbrigðum sínum en hann hættir sem samgönguráðherra og verður forseti Alþingis. Hann kveðst þó fremur hafa kosið að vera áfram ráðherra. Hann virði hins vegar niðurstöðuna. Það að vera forseti Alþingis Íslendinga sé verkefni sem hver og einn geti verið stoltur af. Einar K. Guðfinnsson verður áfram sjávarútvegsráðherra en bætir við sig landbúnaðarráðuneytinu. Hann segir það að mikil áherslan verði lögð á það að standa vörð um hagsmuni landbúnaðarins en um leið verði stefnt að því að lækka vöruverð í landinu. Stóra málið sé þó það að menn vilji hafa öflugan landbúnað. Um það sé enginn ágreiningur. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Ein breyting varð á ráðherrahóp sjálfstæðismanna. Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra en Sturla Böðvarsson lætur af embætti samgönguráðherra og verður forseti Alþingis. Sturla kveðst fremur hafa kosið að vera áfram ráðherra. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti ríkisstjórnarþátttöku og stjórnarsáttmála með dynjandi lófataki á fjörutíu mínútna löngum fundi í Valhöll. Að honum loknum kom þingflokkur sjálfstæðismanna saman og samþykkti stjórnarsamstarfið sem og tillögu formanns flokksins um ráðherraskipan. Niðurstaðan var svo tilgreind opinberlega þegar á níunda tímanum. Athygli vakti að eftir yfirlýsingu sína í Valhöll gekk Geir af vettvangi og forðaðist að svara spurningum fréttamanna. Guðlaugur Þór Þórðarson er eini nýliðinn í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins en hann verður heilbrigðisráðherra. Hann segir að menn hafi rætt um og finnist skynsamlegt að nýta kosti einkareksturs á þessu sviði sem og öðrum. Menn séu þó ekkert að hvika frá þeirri grundvallarreglu að menn eigi að geta notið þjónustunnar óháð efnahag. Þótt engar yfirlýsingar hefðu verið gefnar um breytingar á ráðherraskipan á kjörtímabilinu er almennt búist við að Björn Bjarnason sitji ekki út kjörtímabilið. Björn segir það hugsanlegt en ekkert hafi verið tilkynnt um það í þessari andrá núna. Hann segir það koma í ljós hvað hann verði lengi. Hann geti einnig orðið önnur kjörtímabil, ef svo beri undir. Sturla Böðvarsson leyndi ekki vonbrigðum sínum en hann hættir sem samgönguráðherra og verður forseti Alþingis. Hann kveðst þó fremur hafa kosið að vera áfram ráðherra. Hann virði hins vegar niðurstöðuna. Það að vera forseti Alþingis Íslendinga sé verkefni sem hver og einn geti verið stoltur af. Einar K. Guðfinnsson verður áfram sjávarútvegsráðherra en bætir við sig landbúnaðarráðuneytinu. Hann segir það að mikil áherslan verði lögð á það að standa vörð um hagsmuni landbúnaðarins en um leið verði stefnt að því að lækka vöruverð í landinu. Stóra málið sé þó það að menn vilji hafa öflugan landbúnað. Um það sé enginn ágreiningur.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira