Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes söng í dag á Wembley fyrir tugþúsundir áhorfenda á leik Derby og West Bromwich Albion en liðin bitust um hvort þeirra eigi að leika í efstu deild í ensku knattspyrnunni að ári.
Garðar söng Breska þjóðsönginn í upphafi leiks og uppskar fagnaðarlæti áhorfenda.
Derby sigraði leikinn með einu marki gegn engu