Innlent

Ríkisstjórn ræðir málefni Flateyrar

Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að vandi Flateyrar sé endurspeglun á hlið kvótakerfisins sem mönnum hafi verið ljós. Þess vegna hafi verið gripið til mótaðgerða innan kerfisins. Ríkisstjórnin ræddi vanda Flateyrar en þar sé ljóst að mótaðgerðirnar hafa ekki dugað til. Yfirlýst lokun útgerðar og vinnslu á staðnum er plássinu gífurlegt áfall.

Þegar tilkynnt var fyrir viku að Kambur á Flateyri ætlaði að loka og selja allar eiginir - þar með taldar aflaheimildir, varð það reiðarslag fyrir bæinn. Þá var tilkynnt að viðræður væru í gangi við útgeðraraðila í grennd við Flateyri um að kaupa amk hluta aflaheimidlanna. Það virðist ekki hafa gengið eftir þó að heimildir fréttastofu hermi að kaupviljinn sé til staðar. Ekki næst í Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóra og aðaleiganda Kambs. Staða Flateyrar var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun og var Össuri Skarphéðinssyni, ráðherra byggðamála og Einari Kristni Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra falið að skoða stöðu byggðarinnar. Sjavarútvegsráðherra vonast til þess að aflaheimildirnar verði keyptar af aðilum á svæðinu.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjóranrinnar er getið um að það eigi að meta áhrif aflamarkskerfisins á sjávarbyggðir. Segir sjávarútvegsráðherra að menn hafi gert sér ljósa grein fyrir þessari hlið kvótakerfisins. Þess vegna hafi verið gripið til úrræða svo sem byggðakvóta og línutvöföldunar.

Þær aðgerðir aðgerðir hafa ekki dugað til að halda lífinu í útgerð og vinnslu á Flateyri og í fleiri byggðum. Sjávarútvegsráðherra vill ekki slá því föstu að gripið verði til frekari úrræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×