Innlent

Iðnaðarmenn gagnrýna dóm Hæstaréttar

MYND/TJ

Hæstiréttur braut á réttindum iðnaðarmanna og sniðgekk réttarvernd heillar iðngreinar þegar hann sýknaði ríkið af kröfu ljósmyndara þessa efnis að þeir einir megi taka myndir í íslensk vegabréf. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samtökum iðnaðarins. Þeir gagnrýna niðurstöðu Hæstaréttar harðlega.

Hæstiréttur sneri í gær við niðurstöðu héraðsdóms þessa efnis að ljósmyndarar einir hefður rétt á því að taka ljósmyndir í íslensk vegabréf. Framvegis mun því starfsfólk embætta sýslumanna og lögreglu taka myndir í vegabréf en ekki sérmenntaðir ljósmyndarar.

Í yfirlýsingu Samtaka iðnaðarins er vísað til þess að frá árinu 1927 hafi réttur iðnaðarmanna til að starfa einir að iðn sinni notið ríkrar lagalegrar verndar. Með dómi sínum í gær hafi Hæstiréttur hins vegar ákveðið að sniðganga þessa réttarvernd og þar með brotið gegn heillri löggiltri iðngrein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×