Innlent

Elsti Vestfirðingurinn 103 ára í dag

Torhildur Torfadóttir.
Torhildur Torfadóttir. MYND/BB

Torfhildur Torfadóttir, íbúi á Hlíf íbúðum aldraðra á Ísafirði og elsti Vestfirðingurinn, er 103 ára í dag. Fram kemur á vef Bæjarins besta að Torfhildur sem jafnframt fjórði elsti Íslendingurinn.

Sjálf segist hún alla tíð hafa verið heilsuhraust og hefur hún meðal annars vakið athygli fyrir þátttöku sína í kvennahlaupinu.

Torfhildur er fædd í Asparvík á Ströndum og var yngst átta barna Önnu Bjarnveigar Bjarnadóttur og Torfa Björnssonar. Hún ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði en að lokinni fermingu fór hún í vinnumennsku í Króksfirði og Reykhólasveit. Hún starfaði svo á Ísafirði og hefur alla tíð búið þar en maður hennar, Einar Jóelsson, lést árið 1981. Þau eignuðust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi í dag.

Nokkur systkina Torfhildar náðu háum aldri en einn bróðir hennar varð 100 ára, annar 96 ára og systir hennar 91 árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×