Samfylkingin gaf mikið eftir í stjórnarviðræðunum 23. maí 2007 13:15 Samfylkingin hefur gefið mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að mati Guðna Ágústssonar, nýs formanns Framsóknarflokksins. Hann segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vera hægri stjórn og óttast einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður. Þetta kom fram í máli Guðna í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann spáir hörðum átökum innan ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Í viðtalinu sagði Guðni að honum þætti Samfylkingin hafa gefið undarlega mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Sérstaklega miðað við þá sterku stöðu sem Ingibjörg var í eftir að upp úr slitnaði í viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Segir hann augljóst að Samfylkingin hafi gefið eftir heilbrigðisráðuneytið og óttast að með því að færa Íbúðalánasjóð undir fjármálaráðuneytið sé verið að stefna að því að leggja sjóðinn niður. Guðni sagði hina nýju stjórn vera hreina hægri stjórn. Hann sagði einboðið að Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður heilbrigðisráðherra, muni hefja einkavæðing í heilbrigðisgeiranum og færa hann í átt til bandaríska kerfisins. Þá lýsti hann yfir áhyggjum vegna ætlunar ríkisstjórnarinnar að færa landgræðslu og skógrækt frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytisins. Sagði hann þessi mál tilheyra bændum og að illa muni fara ef þau verði flutt. Þá sagði Guðni ennfremur að hinn nýi stjórnarsáttmáli væri óljós og dularfullur. Mörg mál væru enn óuppgerð milli stjórnarflokkanna og telur hann þar af leiðandi miklar líkur á átökum seinna á kjörtímabilinu. Að mati Guðna hefur Sjálfstæðisflokkurinn færst nær Evrópusambandinu og segir hann yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aukna umræðu um þau mál gefa vísbendingu um breytta afstöðu flokksins. Guðni tók við embætti formanns Framsóknarflokksins í dag eftir að Jón Sigurðsson lét af embætti. Í viðtalinu sagðist Guðni vissulega hafa viljað taka við formannsembættinu undir öðrum kringumstæðum. Næstu skref hjá flokknum væri að velja nýjan varaformann og safna kröftum fyrir komandi kjörtímabil. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Samfylkingin hefur gefið mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að mati Guðna Ágústssonar, nýs formanns Framsóknarflokksins. Hann segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vera hægri stjórn og óttast einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður. Þetta kom fram í máli Guðna í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann spáir hörðum átökum innan ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Í viðtalinu sagði Guðni að honum þætti Samfylkingin hafa gefið undarlega mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Sérstaklega miðað við þá sterku stöðu sem Ingibjörg var í eftir að upp úr slitnaði í viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Segir hann augljóst að Samfylkingin hafi gefið eftir heilbrigðisráðuneytið og óttast að með því að færa Íbúðalánasjóð undir fjármálaráðuneytið sé verið að stefna að því að leggja sjóðinn niður. Guðni sagði hina nýju stjórn vera hreina hægri stjórn. Hann sagði einboðið að Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður heilbrigðisráðherra, muni hefja einkavæðing í heilbrigðisgeiranum og færa hann í átt til bandaríska kerfisins. Þá lýsti hann yfir áhyggjum vegna ætlunar ríkisstjórnarinnar að færa landgræðslu og skógrækt frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytisins. Sagði hann þessi mál tilheyra bændum og að illa muni fara ef þau verði flutt. Þá sagði Guðni ennfremur að hinn nýi stjórnarsáttmáli væri óljós og dularfullur. Mörg mál væru enn óuppgerð milli stjórnarflokkanna og telur hann þar af leiðandi miklar líkur á átökum seinna á kjörtímabilinu. Að mati Guðna hefur Sjálfstæðisflokkurinn færst nær Evrópusambandinu og segir hann yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aukna umræðu um þau mál gefa vísbendingu um breytta afstöðu flokksins. Guðni tók við embætti formanns Framsóknarflokksins í dag eftir að Jón Sigurðsson lét af embætti. Í viðtalinu sagðist Guðni vissulega hafa viljað taka við formannsembættinu undir öðrum kringumstæðum. Næstu skref hjá flokknum væri að velja nýjan varaformann og safna kröftum fyrir komandi kjörtímabil.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira