Innlent

Jafnræði kynja í ríkisstjórninni af hálfu Samfylkingarinnar

„Já, við erum að tala við þingmennina og svo verður þingflokksfundur hjá okkur klukkan sjö og flokksstjórnarfundur klukkan átta þannig að það er tíðinda að vænta," sagði Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 nú eftir hádegið þegar hún gerði hlé á því að ræða við flokkssystkini sín í þingflokki Samfylkingarinnar.

Ingibjörg Sólrún sagðist búast við að verða fram eftir degi að ræða við þingmennina enda væru þeir 17 talsins.

Fram kom á landsfundi Samfylkingarinnar áhersla yrði lögð á að hafa jafnræði milli kynja í ríkisstjórn af hálfu flokksins ef hann kæmist til valda. Ingibjörg Sólrún sagði aðspurð að það yrði þannig í þessari ríkisstjórn af hálfu Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×