„Hélt að þeir myndu drepa vin minn“ Höskuldur Kári Schram skrifar 22. maí 2007 11:17 Ísraelskir hermenn í Hebron. MYND/AFP Sjálfboðaliði á vegum Félagsins Ísland-Palestína varð fyrir árás hóps ísraelskra ungmenna á götum borgarinnar Hebron í Ísrael í fyrradag. Spörkuðu þeir meðal annars í maga hennar og köstuðu grjóthnullungi í höfuðið á öðrum grískum sjálfboðaliða. „Við vorum að reyna róa niður hóp ísraelskra ungmenna sem voru að veitast að palestínskum krökkum," sagði Ortrud Gessler Guðnason, sjálfboðaliði, í samtali við Vísi. „Palestínsku krakkarnir komust í burtu en þá fóru Ísraelarnir að atast í okkur." Ortrud er þýskur ríkisborgari en hún hefur verið búsett um nokkurt skeið á Íslandi. Ortrud hefur starfað við mannúðarmál í Hebron í Ísrael síðustu vikur á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Ortrud var í félagi með grískum sjálfboðaliða þegar árásin átti sér stað. Hún segir ísraelsku ungmennin hafa elt sig og félaga sinn í nokkurn tíma áður en þeir létu til skara skríða. „Þeir byrjuðu að lemja okkur. Svo köstuðu þeir grjóthnullingi í höfuðið á félaga mínum þannig að hann féll í jörðina. Þegar ég reyndi að hjálpa honum réðust þeir á mig og spörkuðu í mig." Ortrud og félagi hennar komust að lokum undan við illan leik en leggja þurfti gríska sjálfboðaliðann inn á sjúkrahús vegna þeirra áverka sem hann hlaut. Hann hefur nú verið útskrifaður af spítalanum. Ortrud er illa marin eftir átökin en slapp að öðru leyti vel. Ortrud segir að á meðan á árásinni stóð hafi hún óttast um líf félaga síns. Hún segist þó ekki ætla að leggja árar í bát og fara heim. „Ég var mjög hrædd um að þeir myndu drepa vin minn. Ég ætla hins vegar ekki að fara heim heldur klára þær vikur sem ég á eftir hér." Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sjálfboðaliði á vegum Félagsins Ísland-Palestína varð fyrir árás hóps ísraelskra ungmenna á götum borgarinnar Hebron í Ísrael í fyrradag. Spörkuðu þeir meðal annars í maga hennar og köstuðu grjóthnullungi í höfuðið á öðrum grískum sjálfboðaliða. „Við vorum að reyna róa niður hóp ísraelskra ungmenna sem voru að veitast að palestínskum krökkum," sagði Ortrud Gessler Guðnason, sjálfboðaliði, í samtali við Vísi. „Palestínsku krakkarnir komust í burtu en þá fóru Ísraelarnir að atast í okkur." Ortrud er þýskur ríkisborgari en hún hefur verið búsett um nokkurt skeið á Íslandi. Ortrud hefur starfað við mannúðarmál í Hebron í Ísrael síðustu vikur á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Ortrud var í félagi með grískum sjálfboðaliða þegar árásin átti sér stað. Hún segir ísraelsku ungmennin hafa elt sig og félaga sinn í nokkurn tíma áður en þeir létu til skara skríða. „Þeir byrjuðu að lemja okkur. Svo köstuðu þeir grjóthnullingi í höfuðið á félaga mínum þannig að hann féll í jörðina. Þegar ég reyndi að hjálpa honum réðust þeir á mig og spörkuðu í mig." Ortrud og félagi hennar komust að lokum undan við illan leik en leggja þurfti gríska sjálfboðaliðann inn á sjúkrahús vegna þeirra áverka sem hann hlaut. Hann hefur nú verið útskrifaður af spítalanum. Ortrud er illa marin eftir átökin en slapp að öðru leyti vel. Ortrud segir að á meðan á árásinni stóð hafi hún óttast um líf félaga síns. Hún segist þó ekki ætla að leggja árar í bát og fara heim. „Ég var mjög hrædd um að þeir myndu drepa vin minn. Ég ætla hins vegar ekki að fara heim heldur klára þær vikur sem ég á eftir hér."
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira