Innlent

Slökkviliðið hefur lokið störfum í Mosfellsbæ

Útkallið sem slökkviliðið fór í til Mosfellsbæjar fyrr í kvöld reyndist vera minniháttar. Að sögn slökkviliðsmanns á vakt reyndist vera um að ræða reyk sem myndaðist út frá glóð í sígarettu en enginn eldur mun hafa blossað upp af þeim völdum.

Þónokkuð lið var þó sent á staðinn þar sem fyrstu fréttir voru á þá leið að um nokkurn eld væri að ræða. Það reyndist ekki rétt og hefur slökkviliðið lokið störfum á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×