Innlent

Eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á kynsystur sína í Sjallanum í fyrra. Var konunni gefið að sök að hafa skellt hausnum á fórnarlambi sínu þrisvar til fimm sinnum ofan á borð og slegið það svo þannig að fórnarlambið hlaut meðal annars glóðarauga á báðum.

Árásarkonan viðurkenndi brot sitt fyrir dómi en hún hafði ekki áður komist í kast við lögin. Var hún því dæmd í eins mánaðar fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára. Þá var hún dæmd til að greiða rúmar 100 þúsund krónur í sakarkostnað, þar af um 12.500 krónur vegna læknisvottorðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×