Innlent

Varnarsvæðið opnað almenningi

MYND/TJ

Almenningi verður í fyrsta skipti á sunnudaginn boðið upp á heimsækja gömlu herstöðina á Miðnesheiði. Á sama tíma fer fram kynning á þeim áætlunum sem liggja fyrir varðandi framtíðarnýtingu svæðisins.

Samkvæmt tilkynningu frá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, verður svæðið opið almenningi frá klukkan 14 til 17 á sunnudaginn. Gefst gestum meðal annars kostur á að skoða íbúðir, bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk og aðra aðstöðu svo sem íþróttahús, sundlaug, innileikvelli og skólahúsnæði. Þá mun gjaldfrjáls strætisvagn aka um svæðið með stuttu millibili.

Keilir í samvinnu við Reykjanesbæ og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar vinnur nú að uppbyggingu á háskólasamfélagi á vellinum.

Keilir mun hafa milligöngu um útleigu á íbúðum fyrir nemendur við háskóla á höfuðborgarsvæðinu frá ágúst næstkomandi. Á sunnudaginn verður hægt að leggja fram umsóknir um íbúðir ásamt því að kynna sér starfsemi Keilis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×