Innlent

Vantrú á áframhaldandi stjórnarsamstarf

MYND/Pjetur

Vaxandi vantrú er á áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan stjórnarflokkanna, eftir því sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Í blaðinu segir að ekkert hafi gerst í viðræðum formanna flokkanna.

Þá segir Morgunblaðið að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafi gerst talsmaður þess innan flokksins, að Sjálfstæðismenn gangi til stjórnarmyndunar með Samfylkingunni. Þó segir blaðið að innan Sjálfstæðisflokksins séu aðilar sem einnig vilji skoða stjórnarmyndun með Vinstri grænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×