Innlent

Hálfs árs fangelsi fyrir að hafa neytt veitinga án þess að geta borgað

MYND/GVA

Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa fimmtán sinnum pantað og neytt veitinga á veitingastöðum í borginni án þess að geta greitt fyrir þær. Var hann dæmdur í hálfs árs fangelsi

Jafnframt var hann dæmdur til að greiða sex veitingastaðanna samtals um 30 þúsund krónur fyrir veitingarnar en alls borðaði hann og drakk fyrir 65 þúsund krónur á veitingastöðunum 15.

Horft var til þess í dómnum að maðurinn hafði í sjö fyrri dómum verið sakfelldur fyrir alls 34 sams konar tilvik og þótti sú háttsemi með öllu ólíðandi.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt hann í eins árs fangelsi fyrir brotin en Hæstiréttur mildaði þann dóm um helming sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×