Innlent

Frakkar búsettir á Íslandi mjög vinstrisinnaðir

MYND/AFP

Frakkar búsettir á Íslandi eru mun vinstrisinnaðri en landar þeirra í heimalandinu sé miðað við hvernig þeir kusu í utankjörstaðakosningu í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Rúmlega helmingur þeirra kaus Segolene Royal, frambjóðanda vinstrimanna, en aðeins einn af hverjum tíu hægrimanninn Nicolas Sarkozy.

Alls kusu 73 einstaklingar í utankjörstaðakosningunni hér á landi vegna fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna.

Segolene Royal fékk 41 atkvæði og alls 56,2 prósent. Næstur kom Bayrouth, frambjóðandi miðjumanna, með 18 atkvæði eða 24,7 prósent og loks Voynet með 4 atkvæði eða 5,5 prósent. Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, hafnaði í fjórða sæti með aðeins 7 atkvæði eða 9,6 prósent. Þá fékk Jean-Marie Le Pen, frambjóðandi hægri öfgamanna, eitt atkvæði.

Í kosningunum í Frakklandi fékk Sarkozy hins vegar 30,4 prósent atkvæða og Segolene 25 prósent. Þau tvö leiða saman hesta sína í seinni umferðinni sem fram fer næstkomandi sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×