Innlent

Blóðbankinn í nýtt húsnæði

Blóðbankinn er að flytja starfsemi sína að Snorrabraut 60, byrjað verður að taka á móti blóðgjöfum í nýjum húsakynnu mánudaginn 7. maí.

Hratt vaxandi starfsemi og aukar kröfur um öryggi og gæði við blóðsöfnun, blóðhlutavinnslu og afgreiðslu blóðs hefur valdið því að starfsemin hefur löngu sprengt af sér núverandi húsnæði. Við flutning Blóðbankans í nýtt og endurbætt húnæði er stigið mikilvægt skref til að mæta auknum kröfum í starfsemi hans.

Blóðsöfnunarbíllinn sem Blóðbankinn fékk 2002 hefur reynst afar vel. Hann er með fjórum blóðgjafarbekkjum og góðri aðstöðu fyrir blóðgjafa í hvívetna. Hann er rekinn af Blóðbankanum og er á ferðinni tvo til þrjá daga í viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×