Innlent

Slasaðist illa þegar hún féll af hestbaki

Konan var flutt til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar.
Konan var flutt til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar. MYND/365

Kona á fimmtugsaldri slasaðist alvarlega í gær þegar hún féll af hestbaki í Hegranesi skammt austan við Sauðárkrók. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki var konan í hópi annarra reiðmanna þegar slysið átti sér stað síðdegis í gær. Í fyrstu var hún flutt á sjúkrahúsið á Sauðárkróki en þar var tekin ákvörðun að flytja hana með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Meiðsl hennar eru talin alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×