Innlent

Ólík afstaða meðal formanna stjórnarandstöðuflokkanna

Formaður Vinstri-grænna gagnrýnir aðdraganda og innihald samkomulagsins að ýmsu leyti og segir að réttar hefði verið að bíða fram yfir kosningar með að skrifa undir það. Formaður Samfylkingarinnar segir hins vegar samkomulagið eðlilega þróun í ljósi breyttrar heimsmyndar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að rétt hafi verið að leita til nágrannaþjóða með samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er því sammála.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, gagnrýnir hins vegar bæði aðdraganda og innihald samkomulagsins. Hann segir sérstaklega einkennilegt að gengið hafi verið frá samkomulaginu fyrir kosningar en ekki beðið með það fram yfir þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×