Innlent

Borgarstjóri fagnar með KR-ingum í Höfða

MYND/VG

Borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hefur ákveðið að bjóða Íslandsmeisturum KR og bikarmeisturum ÍR í körfubolta til móttöku í Höfða á morgun. Tilefnið er góður árangur liðanna í körfuboltanum í vetur.

Að sögn Huldu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa á skrifstofu borgarstjóra, vill borgarstóri með þessu samfagna með liðunum. „Hann vildi gera eitthvað fyrir liðin sem eru búin að standa sig vel í körfuboltanum," sagði Hulda í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×