Innlent

ABC berast milljónir eftir umfjöllun Kompáss

ABC bjarnahjálpinni hafa borist milljónir í fjárstuðning og aðstoð eftir að fréttaskýringaþátturinn Kompás á Stöð 2 fjallaði um starf samtakanna í Kenýa á sunnudagskvöld.

Þar var fylgst með starfi Þórunnar Helgadóttur sem býr í Kenýa og hjálpar börnum í fátækrahverfum Nairóbí. Síðan þátturinn var sýndur hafa ABC barnahjálp borist um tólf milljónir til byggingar skóla og heimavista fyrir börnin og auk þess stuðningur við hundrað og fimmtíu börn í Kenýa og öðrum löndum þar sem ABC bjarnahjálp er starfrækt, það er á Filippseyjum, í Indlandi, Pakistan og Úganda.

Þær upplýsingar fengust hjá ABC barnahjálp í dag að ekkert lát væri á fjárframlögum og jafn mikið fé hefði ekki fyrr borist samtökunum á svo skömmum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×