Innlent

Misáberandi frambjóðendur í baráttunni

Það var setið í hverju sæti í Litlu kaffistofunni í hádeginu þegar Árni Johnsen, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, og Bjarni Harðarson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í kjördæminu, héldu þar kosningafund.

Fjölmörg mál brunnu á gestum í Litlu Kaffistofunni í dag en dágóður tími fór í að ræða framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Bæði Árni og Bjarni lögðu áherslu á mikilvægi þess að hafa flugvöll í Reykjavík og báðir voru sammála um mikilvægi þess að tvöfalda Suðurlandsveginn.

Þrátt fyrir að skipa báðir annað sætið á listum sinna flokka hafa þeir verið misáberandi í kosningabaráttunni. Þannig þykir mörgum Sunnlendingum Árni hafa haft of hægt um sig í báráttunni. Árni sagði frambjóðendur flokksins skipta á milli sín verkefnum og ekkert óeðlilegt væri við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×