Innlent

Enginn útlendingahatursflokkur

Við erum enginn útlendingahatursflokkur sagði frambjóðandi Frjálslynda flokksins á vinnustaðafundi í dag. Innflytjenda- og sjávarútvegsmál voru frambjóðendum flokksins ofarlega í huga á fundinum en fundarmenn höfðu meiri áhuga á að ræða hvort svonefnt kaffibandlag stjórnarandstöðuflokkanna haldi.

Þeir Valdimar Leó Friðrikssón og Óskar Þór Karlsson frambjóðendur Frjálslynda flokksins kynntu stefnumál síns flokks í mötuneyti sjávarútvegsfyrirtækisins Iceland Seofood í dag. Mesta áherslu lögðu þeir á kvóta- og innflytjendamál.

Þeir sem sátu fundinn voru ekki allir sammála frambjóðendunum um að títtnefnt kaffibandalag stjórnarandstöðu flokkanna komi til með að halda eftir kosningar.

Þrátt fyrir frambjóðendurnir hafi lagt mikla áherslu á innflytjendamál í sínu tali í dag fengu þeir engar spurningar sem lutu að þeim málaflokki. Stefna flokksins í innflytjendamálum hefur verið umdeild og spurning hvort fólk veigri sér við að ræða þessi mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×