Innlent

Garðar á toppinn í Bretlandi

Garðar Cortes selur grimmt í Bretlandi.
Garðar Cortes selur grimmt í Bretlandi. MYND/PS

Plata Garðars Cortes er kominn í fyrsta sæti sígildra platna í Bretlandi, en listinn verður birtur á morgun. Sjaldgæft er að frumraun klassísks söngvari nái jafn góðum árangri.

Að sögn Einars Bárðarssonar umboðsmanns hans er platan í tuttugasta og sjöunda sæti yfir söluhæstu plöturnar í Bretlandi í heildina. Samkvæmt Einari er þetta í fyrsta sinn sem klassískur söngvari kemst í efsta sæti klassíska listans með frumraun sína frá því breski söngvarinn Russel Watson tókst það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×