Innlent

Ákvörðun um flugvöll ekki tímabær

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir skýrslu flugvallarnefndar sýna að þjóðhagslega hagkvæmast sé að byggja nýjan flugvöll á Hólmsheiði. Hann telur þó of snemmt að ákveða hvort Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýri.

Framtíð Reykjavíkurflugvallar var rædd á fundi borgarstjórnar í dag en Árni Þór Sigurðsson, fulltrúi Vinstri grænna, tók málið upp í kjölfar frétta í gær af niðurstöðu flugvallarnefndar.

Vilhjálmur segir þó of snemmt að gefa sér niðurstöðu. Málið þurfi að ræða og vinna áfram. Borgarstjóri er sammála því að samgöngumiðstöð verði reist í Vatnsmýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×