Innlent

Telja lífskjörin árið 2050 verða jafngóð og nú

Meirihluti íslensku þjóðarinnar telur að lífskjör á Íslandi árið 2050 verði líkt og nú meðal þeirra bestu í heimi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og greint er frá á vef samtakanna.

Þar kemur einnig fram að bjartsýnin hér á landi hafi aukist frá því í apríl árið 1993 en þá töldu rúmlega fjórir af hverjum tíu hættu á þjóðargjaldþroti samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs.

Þá telja þrír af hverjum fjórum að Ísland verði gengið í Evrópusambandið árið 2050. Tæp þrjú prósent telja hins vegar að sambandið verði ekki til þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×