Innlent

Bændablaðið opnar fréttavef

MYND/GVA

Bændablaðið hefur opnað fréttavef á Netinu þar sem fjallað verður um það helsta sem er að gerast í íslenskum og erlendum landbúnaði ásamt því að gera hverskonar landsbyggðarmálefnum góð skil.

Þá má á vefnum finna fróðleik sem tengist íslenskum landbúnaði, hagtölur stéttarinnar og myndabanka sem hefur að geyma skemmtileg og ólík sjónarhorn úr lífi og starfi íslenskra bænda, eins og segir í tilkynningu frá Bændablaðinu.

Þá er verslun á vefnum þar sem finna má ýmsa bókatitla, forrit fyrir bændur og hin vinsælu litaveggspjöld með íslenskum kúa-, sauðfjár- og hrossalitum svo fátt eitt sé nefnt.

Vefur Bændablaðsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×