Innlent

Wilson Muuga kominn á flot

Wilson Muuga er kominn á flot. Skipið náðist á flot á háflóði núna uppúr klukkan hálf sex. Starfsmenn Nesskipa, eiganda skipsins, hafa unnið sleitulaust undanfarnar vikur að því að styrkja skrokk skipsins svo þetta heppnist. Skipið strandaði í Hvalsnesfjöru við Sandgerði 19. desember. Vísir.is var með beina útsendingu frá tilrauninni.

Starfsmenn Nesskipa, eiganda skipsins, hafa unnið sleitulaust undanfarnar vikur að því að styrkja skrokk skipsins til að þetta megi heppnast sem best. Skipið strandaði í Hvalsnesfjöru við Sandgerði 19. desember.

Upphaflega stóð til að skipið yrði ekki dregið á flot fyrr en um miðjan næsta mánuð en starfsmenn útgerðarinnar hafa unnið látlaust undanfarnar vikur að því að styrkja skrokk skipsins til að það megi draga það á flot. Þeir hafa sofið um borð í skipinu og unnið 16 til 20 tíma á sólarhring undanfarið. Meðal þeirra sem unnið hafa við verkið er Guðmundur Ásgeirsson stjórnarformaður Nesskipa.

Muuga strandaði í Hvalsnesfjöru þann 19. desember síðastliðinn þegar það var ný lagt af stað frá Grundartanga til Múrmansk. Skipstjórinn gaf á sínum tíma þá skýringu að sjálfstýring skipsins hefði bilað. Í sjóprófum kom hins vegar í ljós að yfirstýrimaðurinn gerði að líkindum mistök sem ullu því að skipið strandaði.

Það var svo fyrir um þremur vikum síðan sem umhverfisráðherra skrifaði undir samkomulag við útgerð skipsins um að reynt yrði að draga það af strandstað og að útgerðin mundi bera af því kostnaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×