Innlent

Ný útgáfa Lyfjabókarinnar

Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju, afhendir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fyrsta eintak Lyfjabókarinnar.
Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju, afhendir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fyrsta eintak Lyfjabókarinnar.

Lyfja hefur gefið út nýja og endurbætta útgáfu Lyfjabókarinnar - handbókar um lyf á Íslandi, og var Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, afhent fyrsta eintak hennar við athöfn á dögunum. "Mér finnst frábært framtak að birta í bókinni myndir af lyfjunum í raunstærð sem mun nýtast vel til að stuðla að auknu öruggi við lyfjanotkun" sagði Siv.

„Bókin er í anda þess sem við í ráðuneytinu höfum lagt áherslu á í okkar lyfjastefnu sem er bætt aðgengi almennings að auðskiljanlegum upplýsingum. Í nýju Lyfjabókinni er að finna ítarlegar upplýsingar um öll lyfseðilsskyld lyf sem seld eru í apótekum hér á landi auk ýmiss fróðleiks um náttúrulyf, steinefni og heilsumál almennt.

Í nýju Lyfjabókinni er að finna ítarlegar upplýsingar um öll lyfseðilsskyld lyf sem seld eru í apótekum hér á landi auk ýmiss fróðleiks um náttúrulyf, steinefni og heilsumál almennt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×