Innlent

Kvenréttindakonur fagna jöfnu kynjahlutfalli

Fjöldi kvenna í stjórnum íslenskra lífeyrissjóða hefur farið vaxandi á undanförnum árum og í dag eru stjórnir þriggja sjóða með jafnt kynjahlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvenréttindafélagi Íslands. Kvenréttindakonur hafa í tilefni af þessu ákveðið að afhenda sjóðunum þremur blóm á morgun í viðurkenningarskyni.

Sjóðirnir þrír eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar og Stapi - lífeyrissjóður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×