Innlent

Brynhildur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár

MYND/Heiða

Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin í ár fyrir bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu sem komu út á árunum 2002-2006. Verðlaunin eru heiðursverðlaun sem samtök norrænna skólasafnakennara standa að.

Fram kemur í niðurstöðu dómnefndar að bækurnar séu vandaðar og skýrar endursagnir á þremur af þekktustu Íslendingasögunum. Þær séu aðgengilegar fyrir börn og persónur sagnanna stígi ljóslifandi fram. Alls voru fimm bækur tilnefndar til verðlaunanna í ár en þetta er í fjórða sinn sem íslenskur höfundur hlýtur verðlaunin. Árið 1992 hlaut Guðrún Helgadóttir þau, 2003 komu þau í hlut Kristínar Steinsdóttur og 2005 fékk Ragnheiður Gestsdóttir þau. Verðlaunin verða afhent í Danmörku í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×