Ríkisstjórnin heldur velli 15. apríl 2007 13:00 Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Vinstri - grænir tapa fylgi og fara niður fyrir Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir líka við sig. Könnunin var gerð í gær þegar landsfundir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks voru í fullum gangi. Tæplega 17 prósent hyggjast kjósa Vinstri - græna en rösk 22 prósent Samfylkingu. Það er alger viðsnúningur frá síðustu könnun Gallup sem birtist á föstudaginn. Þar voru Vinstri - grænir komnir í tuttugu og fimm prósenta fylgi og nærri sjö prósent skildu fylkingarnar að, Vinstri - grænum í vil. Þá eykur Sjálfstæðisflokkurinn líka fylgi sitt og fer upp í rúmlega 43 prósent en fékk 37 prósent í Gallupkönnuninni. Fylgisaukningin er mest hjá konum á höfuðborgarsvæðinu. Tæp níu prósent segjast myndu kjósa Framóknarflokkinn nú sem myndi þýða fimm menn á þing en ekki tólf eins og þeir fengu í síðustu kosningum. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist nú tæplega sex prósent en nýju hreyfingarnar tvær eru með hverfandi fylgi. Íslandshreyfingin fær rúmlega tveggja prósenta fylgi en innan við eitt prósent segjast styðja Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja. Þau atkvæði myndu falla dauð. Samkvæmt þessu fengi kaffibandalagið, Vinstri - grænir, Samfylking og Frjálslyndir, 29 þingmenn kjörna en núverandi ríkisstjórn fengi 34 þingmenn eða fimm manna meirihluta. Ríkisstjórnin væri því ekki fallin. Tæplega þriðjungur kjósenda hefur enn ekki gert upp hug sinn. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Vinstri - grænir tapa fylgi og fara niður fyrir Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir líka við sig. Könnunin var gerð í gær þegar landsfundir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks voru í fullum gangi. Tæplega 17 prósent hyggjast kjósa Vinstri - græna en rösk 22 prósent Samfylkingu. Það er alger viðsnúningur frá síðustu könnun Gallup sem birtist á föstudaginn. Þar voru Vinstri - grænir komnir í tuttugu og fimm prósenta fylgi og nærri sjö prósent skildu fylkingarnar að, Vinstri - grænum í vil. Þá eykur Sjálfstæðisflokkurinn líka fylgi sitt og fer upp í rúmlega 43 prósent en fékk 37 prósent í Gallupkönnuninni. Fylgisaukningin er mest hjá konum á höfuðborgarsvæðinu. Tæp níu prósent segjast myndu kjósa Framóknarflokkinn nú sem myndi þýða fimm menn á þing en ekki tólf eins og þeir fengu í síðustu kosningum. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist nú tæplega sex prósent en nýju hreyfingarnar tvær eru með hverfandi fylgi. Íslandshreyfingin fær rúmlega tveggja prósenta fylgi en innan við eitt prósent segjast styðja Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja. Þau atkvæði myndu falla dauð. Samkvæmt þessu fengi kaffibandalagið, Vinstri - grænir, Samfylking og Frjálslyndir, 29 þingmenn kjörna en núverandi ríkisstjórn fengi 34 þingmenn eða fimm manna meirihluta. Ríkisstjórnin væri því ekki fallin. Tæplega þriðjungur kjósenda hefur enn ekki gert upp hug sinn.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira