Innlent

Haukastúlkur unnu þrefalt í vetur

MYND/RÚV

Ljóst varð í dag að Haukastúlkur ynnu alla titla sem í boði voru í vetur þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir 88-77 sigur á Keflavík í fjórða leik liðanna í Keflavík. Haukar unnu einvígið því 3-1.

Leikurinn í dag var sveiflukenndur en Haukaliðið tryggði sér sigurinn í lokin með því að hirða hvert sóknarfrákastið á fætur öðru á mikilvægum augnablikum. Helena Sverrisdóttir hjá Haukum var kjörin besti leikmaður einvígisins.

Ifeoma Okonkwo skoraði 32 stig fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir 29, en Takesha Watson og María Erlingsdóttir skoruðu 19 stig hvor fyrir Keflavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×