Innlent

Kveiktu í neyðarblysi í jarðgöngum vestra

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kvatt að jarðgöngunum undir Botns- og Breiðadalsheiði seint í gærkvöld vegna reyks í göngunum. Á vef Bæjarins besta segir að bæði dælubíll og sjúkrabíll hafi verið sendir á staðinn og kom þá í ljós að óprúttnir aðilar höfðu kveikt á neyðarreykblysi við gatnamótin í göngunum.

Talsverður reykur myndaðist og hefði getað farið illa ef bílar hefðu mæst í kófinu. Mestur reykurinn var þó farinn þegar slökkviliðið kom á staðinn og ekki reyndist nauðsynlegt að ræsa blásara gangnanna því vindurinn sá um að ræsta reykinn út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×