Innlent

Á 167 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi

17 ára gamall ökumaður var tekinn á 167 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi milli Dalvíkur og Akureyrar um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum og missir þau í lágmark eitt ár.

Mikil erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna ölvunar í bænum. Aö sögn lögreglunnar er fjöldi manns undir tvítugu staddur á Akureyri vegna Söngvakeppni framhaldsskólanna sem haldin verður þar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×