Innlent

Mogginn kaupir allt Blaðið

Sigurður G. Guðjónsson seldi Árvaki hlut sinn í Ár og degi.
Sigurður G. Guðjónsson seldi Árvaki hlut sinn í Ár og degi. MYND/Pjetur S.

Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur keypt allt hlutafé í Ári og degi, útgáfufélagi Blaðsins. Seljendur eru þeir Karl Garðarsson, Sigurður G. Guðjónsson og Steinn Kári Ragnarsson. Í framhaldi af kaupunum verður starfsemi fyrirtækjanna sameinuð undir merkjum Árvaks. Fyrir kaupin átti Árvakur um helming alls hlutafjár í Ár og degi.

Þá lætur Karl Garðarsson af störfum sem framkvæmdastjóri Ár og Dags og mun framvegis gegna starfi útgáfustjóra prentmiðla Árvakurs. Steinn Kári Ragnarsson mun áfram gegna starfi auglýsingastjóra Blaðsins.

Kaupverð er ekki gefið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×