Innlent

Sinfóníutónleikum á Ísafirði frestað vegna veðurs

MYND/Pjetur

Fyrirhuguðum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fara áttu fram á Ísafirði í kvöld hefur verið aflýst. Flugvélum var snúið til baka þegar sýnt þótti að veðrið væri orðið of slæmt til lendingar á Ísafjarðarflugvelli.

Fram kemur í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveitinni að talsverð eftirvænting hafi verið hjá tónlistarunnendum vestra vegna heimsóknar hljómsveitarinnar og Vladimir Ashkenazy en veðurguðurnir hafi haft betur að þessu sinni. Enn sé of snemmt að segja til um hvenær Sinfóníuhljómsveitin geti heimsótt Ísafjörð næst en þess verði vonandi ekki lengi að bíða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×